Um Starfsemina

Ný rödd er stuðningsfélag þeirra sem misst hafa raddbönd og barkakýli vegna krabbameins.

Heimsóknir til sjúklinga fyrir og eftir aðgerðir ásamt stuðning og jafningjafræðslu eru fastir liðir í starfseminni.

Rannsóknir sýna að þeir sem taka þátt í stuðningshópum líður oft betur og upplifa aukin lífsgæði. Þeir eru líklegri til að hafa meiri von og eru oft ákveðnari í því að takast á við viðfangsefnið.


Fulltrúar Nýrrar raddar hafa gegnum tíðina sótt norrænar ráðstefnur systurfélaga á Norðurlöndum, þar sem kynntar eru helstu nýjungar í hjálpartækjum barkakýlislausra, miðlun upplýsinga og fjallað um framfarir í lækningum og aðgerðum. 

Ný rödd er aðili að Öryrkjabandalagi Íslands frá 2015 og formaður og stjórnarmenn sækja fundi hjá ÖBÍ.

Starfsemi Nýrrar raddar á árinu 2022 var með eðlilegu móti. Reglulegir fundir félagsins voru haldnir í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð. Að venju heimsóttum við sjúklinga fyrir og eftir aðgerðir, auk fastra liða í starfseminni eins og jafningjafræðslu og kynninga á notkun hjálpartækja. Líkt og áður var gott samstarf á milli félagsins og talmeinafræðinga Landspítala.

Stjórnarfundir hafa farið fram bæði á Zoom og þegar færi hefur gefist til að hittast, en Covid 19 hefur reglulega sett strik í reikninginn. Félagsmenn sóttu fund með framleiðendum hjálpartækja frá Atos – Provox á árinu.

Samstarf er með félaginu og undirbúningsteymi Landspítala vegna skurðaðgerða í tengslum við barkakýlisbrottnám um miðlun jafningjafræðslu og samvinnu við sjúklinga og aðstandendur, fyrir og eftir aðgerðir.

Hvað félagsstarfið varðar hafa síðastliðin ár hafa verið lituð Covid 19, en þrátt fyrir það hefur stafræn tækni komið vel að notum í mannlegum samskiptum. Neikvæða við það er að við höfum síður haft tækifæri til að hittast saman sem vonandi stendur allt til bóta.

liðsmenn okkar

Stjórn kosin á aðalfundi 11. maí 2023:

Formaður

Ragnar Davíðsson

Gjaldkeri

Jón Erlendur Guðmundsson

Ritari

Stefán Kr. Sverrisson

Varamaður

Ómar Einarsson

Endurskoðandi

Jónas Ragnarsson