Nýrödd

Starfsemi

Starfsemi 2023

Ný rödd er stuðningsfélag þeirra sem misst hafa raddbönd og barkakýli vegna krabbameins. Heimsóknir til sjúklinga fyrir og eftir aðgerðir og jafningjafræðsla eru fastir liðir í starfseminni.  Rabbfundir eru haldnir með líku sniði og fyrri ár og til viðbótar hefur verið stofnuð facebókarsíða fyrir félagsmenn þar sem þeir geta á samskipti og veitt jafningjafræðslu. Á árinu var ráðist í þýðingu á handbók  “Líf á barkakýlis” sem á eftir að verða ágæt viðbót til upplýsingöflunar fyrir barkakýlislausa og aðstandenda þeirra. 

Ágætt samstarf er meðal félagsins og talmeinafræðinga Landspítala og tekur Ný rödd þátt í að miðla jafningjafræðslu sjúklinga fyrir og eftir aðgerðir. Þá nýtur félagið velvildar krabbameinsfélaganna, tekur þátt í formannafundi og aðalfundi Krabbameinsfélags Íslands.

Ný rödd er aðili að Öryrkjabandalagi Íslands frá 2015. Formaður og stjórnarmenn sækja fundi hjá ÖBÍ og taka virkan þátt um hagsmunamál skjólstæðinga ÖBÍ.

Aðalfundur 2024

Aðalfundur Nýrrar raddar var haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík 16. apríl 2024 kl. 17:00

Dagskrá

Kosning fundarstjóra og fundarritara                                      

Skýrsla stjórnar lögð fyrir aðalfund fyrir síðastliðið starfsár 

Ársreikningur síðastliðið reikningsár lagður fyrir aðalfund, reikningar samþykktir.

Engar kosningar á þessum aðalfundi þar sem stjórn og skoðunarmenn voru á síðasta ári kosin til 2ja ára setu.

Önnur mál:

  • Kynning á nýrri handbók “Líf án Barkakýlis” 
  • Ákveðið að starfrækja styrktarsjóð áfram með sama sniði og síðastliðið ár
  • Heimsóknir til sjúklinga
  • Formanni falið að afla styrkja fyrir félagið og ráðstafa þeim til verkefna
  • Umræður um hjálpartæki 
  • Umræður um virkni facebókarsíðu fyrir félagsmenn

 

Fleira ekki gert
Stjórnin

Stefnuþing ÖBÍ - 2024

Stefnuþing ÖBÍ réttindasamtaka var 30. apríl 2024.
Fjölmenn þátttaka var á þessu þingi sem haldið var rafrænt á Zoom og farið yfir valin málefni og þátttakendum skipt í vinnuhópa, til að vinna hugmyndir að tillögum og ályktunum.
Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ opnaði stefnuþingið en þar á eftir flutti Hafsteinn Hafsteinsson frá ENNEMM erindi og fjallaði meðal annars um hugtakið vörumerki í tengslum við vörumerkið ÖBÍ sem skammstöfun fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Eftir það var þátttakendum skipt í hópa og unnið úr hugmyndum um hvort ætti að festa nafnið ÖBÍ. Þessu næst var erindi frá Daníel Isebarn, lögmanni ÖBÍ sem bar yfirskriftina „Aðild að ÖBÍ” og var fjallað um hvernig aðild nýrra félaga að systursamtökum ÖBÍ í Danmörku væri háttað í samanburði við ÖBÍ. Þar væru stífari aðildarskilyrði en hjá ÖBÍ, aðallega hvað varðaði fjölda félagsmanna sem þurfa að vera amk. 500 talsins til að félag geti sótt um aðild að þeim samtökum. Eftir erindi Daníels var þátttakendum skipt í hópa og unnið úr hugmyndum sem stjórn hafði tekið saman fyrir hópana. Niðurstaða var að varlega þyrfti að fara í að breyta aðildarskilmálum enda viðkvæmt málefni en stjórnin mun taka þetta mál og rýna betur.
Stefnuþingi lauk með samantekt og lokaorðum Ölmu Ýrar Ingólfsdóttir, formanni ÖBÍ.

Formannafundur KÍ 2023

Formannafundur Krabbameinsfélagsins var haldinn með rafrænum hætti þann 15. febrúar 2023.
Á formannafundum eru kynnt þau málefni sem unnið er að á vegum KÍ og aðildarfélaganna á hverjum
Fundinn sótti formaður Nýrrar raddar, en formannafundi sækja formenn aðildarfélaga eða staðgenglar þeirra auk starfsmanns ef félögin hafa starfsmann.
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Efst á baugi hjá félögunum: Örkynning frá hverju félagi ca. 3 – 5 mín. pr félag
2. Fjáröflun:
 – Kynnt drög að leiðbeinandi viðmiðum
 – Þróun framlaga Velunnara
3. Mottumars – örkynning
4. Miðlægt félagakerfi – kynning, umræður
5. Fjölgun krabbameinstilvika og lifenda fram á veginn, áherslur KÍ
6. Íbúðir á Rauðarárstíg, hagnýtar upplýsingar
7. Önnur mál
Fleira ekki gert

RD