Jafningjafræðsla – Ný rödd

Við aðgerðina missir einstaklingurinn getuna til að tala og þarf að læra að tala á nýjan hátt. Þó svo brottnám barkakýlis hafi í mörgum tilvika ekki áhrif á getu einstaklings til að gera flest allt sem hann gat fyrir aðgerðina, er ýmislegt sem breytist eftir aðgerð. Læra þarf ýmsar nýjar aðferðir við athafnir daglegs líf og þar með notkun ýmissa hjálpartækja og þar getur jafningjafræðsla þeirra sem einnig eru með stóma á hálsi verið hjálpleg, sérstaklega fyrst eftir aðgerð. 

Rannsóknir sýna að þeir sem taka þátt í stuðningshópum líður oft betur og upplifa aukin lífsgæði. Þeir eru líklegri til að hafa meiri von og eru oft ákveðnari í því að takast á við viðfangsefnið.
Ný rödd er stuðningsfélag þeirra sem misst hafa raddbönd og barkakýli vegna krabbameins. Tilgangur félagsins er að vera vettvangur fyrir jafningjafræðslu og miðlun upplýsinga m.a. notkun hjálpartækja og ýmsar athafnir daglegs lífs.

Samstarf er með félaginu og undirbúningsteymi Landspítala vegna skurðaðgerða í tengslum við barkakýlisbrottnám og samvinnu við sjúklinga og aðstandendur, fyrir og eftir aðgerðir.

Fundir félagsins eru haldnir í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu félagsins og hjá Krabbameinsfélagi Íslands á www.krabb.is

Bronchitis removal – educational material of Landspítala from https://www.landspitali.is/library