Ný rödd

Stuðningsfélag þeirra sem misst hafa barkakýli og eru með stóma á hálsi.

Um Starfsemina

Ný rödd er stuðningsfélag þeirra sem misst hafa raddbönd og barkakýli vegna krabbameins.

Heimsóknir til sjúklinga fyrir og eftir aðgerðir ásamt stuðning og jafningjafræðslu eru fastir liðir í starfseminni.

Rannsóknir sýna að þeir sem taka þátt í stuðningshópum líður oft betur og upplifa aukin lífsgæði. Þeir eru líklegri til að hafa meiri von og eru oft ákveðnari í því að takast á við viðfangsefnið.


Fulltrúar Nýrrar raddar hafa gegnum tíðina sótt norrænar ráðstefnur systurfélaga á Norðurlöndum, þar sem kynntar eru helstu nýjungar í hjálpartækjum barkakýlislausra, miðlun upplýsinga og fjallað um framfarir í lækningum og aðgerðum. 

Jafningjafræðsla – Ný rödd

Ný rödd er stuðningsfélag þeirra sem misst hafa raddbönd og barkakýli vegna krabbameins. Tilgangur félagsins er að vera vettvangur fyrir jafningjafræðslu og miðlun upplýsinga m.a. notkun hjálpartækja og ýmsar athafnir daglegs lífs.

Gagnlegt efni - Framleiðendur hjálpartækja

Inhealth Technologies – https://inhealth.com/

Að finna rödd þína

Hafðu samband við okkur núna