Ný rödd er stuðningsfélag þeirra sem misst hafa raddbönd og barkakýli vegna krabbameins.
Heimsóknir til sjúklinga fyrir og eftir aðgerðir ásamt stuðning og jafningjafræðslu eru fastir liðir í starfseminni.
Rannsóknir sýna að þeir sem taka þátt í stuðningshópum líður oft betur og upplifa aukin lífsgæði. Þeir eru líklegri til að hafa meiri von og eru oft ákveðnari í því að takast á við viðfangsefnið.
Fulltrúar Nýrrar raddar hafa gegnum tíðina sótt norrænar ráðstefnur systurfélaga á Norðurlöndum, þar sem kynntar eru helstu nýjungar í hjálpartækjum barkakýlislausra, miðlun upplýsinga og fjallað um framfarir í lækningum og aðgerðum.
Atos Medical – https://www.atosmedical.com/
Fahl GmbH – https://www.fahl.com/en/products
Inhealth Technologies – https://inhealth.com/